Njólapestó

Njóli

 

Það er fyrsta vikan í maí og  ég fór út í matjurtagarðana á Þorragötu til að tína Njóla í pestóið. Ég þurfti slatta því þetta var fyrir stórt kokteilboð og mér til mikillar gleði var allt morandi í Njóla. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að finna ekki nóg í réttinn.

Njólapestóið sem ég bjó til er mjög einfalt, ferskt og ómótsæðilega gott.

slatti af njóla
hvítlaukur
kasjúhnetur
olía
salt
sítróna

Allt hráefni er sett saman í blandara eða mortel og unnið þar til rétti grófleiki fæst. Það fer auðvitað eftir smekk hvers og eins en mér finnst voða gott að hafa pestó gróft.

Auglýsingar

Tómat-njóla súpa

Uncategorized

Fyrir þá sem komu á viðburðin okkar á Lækjartorgi í gær (7.maí) þá er þetta uppskriftin af súpunni sem við gáfum við góðar undirtektir.

Þessi uppskrift er fyrir rúmlega tvo:

Einn hvítlaukur

Einn venjulegur laukur

Saxað smátt og steikt upp úr olíu í potti

Njóli að vild

Bætt saman við og steikt í smá stund

1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar

2 dósir vatn

1 ½ grænmetisteningur

Timian að vild

Soðið í 40-60 mínútur

20140505_194324

20140505_194955

Þegar ég var að prufa mig áfram og búa til þessa uppskrift heima fyrst fyrir nokkrum dögum síðan þá sauð ég súpuna fyrst í 20 mínútur síðan bætti ég við tveimur lúkum af pasta og lét sjóða í sirka 30 mínútur í viðbót. Það er um að gera að prufa sig áfram með þessa uppskrift og t.d. bæta við allskyns grænmeti til þess að gera súpuna matarmeiri.

20140505_201851

Njótið

Njólapestó kjúklingur

Uncategorized

Eitt kvöldið ákvað ég að skella í eitt stykki njólapestó. Ég prufaði mig áfram í hlutföllum hráefna en þau eru svo sannarlega til að brjóta og prufa sig áfram með. Þetta er uppskriftin sem ég endaði með og fannst mér vel til takast.

80 gr njóli

40 gr furuhnetur

3 hvítlauksrif

35 gr parmesan ostur

6 msk ólífuolía

safi úr ca hálfri límónu

20140428_203653

Mér fannst upplagt að skella í kjúklingarétt og notapestóið sem einhverskonar sósu. Ég sneiddi kjúklingabringur og steikti. Saltaði og pipraði. Bætti síðan góðum slatta af pestóinu út í eða nær öllu pestóinu. Til þess að fá aðeins meiri sósu setti ég síðan 1 dl af kókosmjólk út í.

Tilraunin heppnaðist ágætlega og var kjúklingurinn eiginlega bara betri daginn eftir. Mæli með að prufa sig áfram með njólapestó.

Kerfill

Fróðleikur, Um kerfil

Kerfill eða Spánarkerfill sprettur snemma upp og sést glitta í plöntuna snemma. Hún vex víðsvegar innan borgamarka. Hún er með græn og mjúk blöð og mörg og hvít blóm. Hún er einnig auðþekkjanleg vegna anís/lakkrís lyktar. Spánarkerfillinn í heild sinni er æt. Það er hægt að nota ræturnar, laufin, stilkana og blómin til matargerðar. Laufin eru best þegar þau eru ung, og hægt er að borða þau hrá eða elduð á ýmsan hátt. Plantan er þekkt sem lækningarjurt og mun hún vera góð fyrir meltingu, linar krampa og vera verk og vindlosandi. Jurtin er mild og má því nota hana fyrir alla aldurshópa. Plantan er mjög nærringarrík, full af vítamín A og C, kalsíum, járni. Spánarkerfill er skemmtileg planta með sérstakt bragð, það er um að gera að prófa að elda hana og halda áfram að gera tilraunir með hana.

 

 


Heimildir:
Íslenskar Lækningajurtir – Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir
http://herbs-herbal-supplements.knoji.com/edible-plants-myrrh-or-sweet-cicely-history-culinary-uses-and-nutrition/